Okkar þjálfarar, eru allir sjúkraþjálfarar með mikla reynslu af hópaþjálfun.

Helgi Þór Arason

Sjúkraþjálfari


Helgi hefur kennt Vatnsleikfimina síðan elstu menn muna. Reyndar nánar til tekið síðan árið 2015 þegar hann stofnaði fyrsta hópinn. Síðan þá hefur margt gerst en Helga finnst alltaf jafn gaman að kenna í lauginni.


Hildur Una Gísladóttir

Sjúkraþjálfari


Hildur er hópaþjálfunar, sjúkraþjálfunar og almennur ofur þjálfari sem rúllar á föstudögum inní laug og kennir tímana sína af sinni alinkunnu snilld. Hildur er í team Vatnsleikfimi.is og verður áfram !


Anna María Baldursdóttir

Sjúkraþjálfari


Anna María er að stimpla sig inn sem "fan favourite" í lauginni enda eðal þjálfari. Það sem þó fleiri vita er að hún er jú líka knattspyrnustjarna enda margverðlaunaður fyrirliði Stjörnunar í fótbolta og þá erum við rétt að byrja að telja upp hennar afrek....